Stórleikarinn og íslandsvinurinn Ben Stiller hefur selt íbúðina sína í Manhattan. Ásett verð íbúðarinnar var 14,5 milljónir dala eða um 2,1 milljarðar króna, en kaupverðið er óuppgefið að því er kemur fram í grein hjáWall Street Journal.
Stiller keypti íbúðina á 15,3 milljónir dala árið 2016. Hún er 315 fermetrar að stærð og inniheldur meðal annars fjögur svefnherbergi, stórt og fallegt eldhús, og stórkostlegt útsýni yfir Hudson ánna. Íbúðin er staðsett á 150 Charles Street í Manhattan. Í byggingunni er sundlaug, spa, líkamsræktarstöð og djúsbar, sem allir íbúar byggingarinnar geta nýtt sér.
Ben Stiller hefur átt fjölmarga góða nágranna í gegnum tíðina. Þannig seldi Bon Jovi íbúðina sína á 150 Charles Street árið 2018 á 15 milljónir dala.