Bílabúð Benna verður með sýningu á morgun þar sem nýtt bílavörumerki, KGM, verður kynnt.

KGM tekur við af hinu gamalgróna SsangYong, sem Íslendingar þekkja vel. Á seinasta ári keypti stórfyrirtækið KG Group í Kóreu ráðandi hlut í SsangYong með það í huga að sækja á evrópska bílamarkaðinn, meðal annars með framleiðslu á nýjum rafbílum.

KG group stefnir á að frumsýna fjóra nýja rafbíla á næstu misserum en fyrsti rafbíllinn undir merkjum KGM verður frumsýndur hér á landi í haust og ber nafnið Torres EVX.

Nafnabreytingin mun ekki hafa nein áhrif á eigendur SsangYong bíla hér á landi hvað varðar ábyrgð og þjónustu sem helst óbreytt á eldri bílum. Nýrri bílar frá KGM munu þó hljóta enn betri ábyrgðarskilmála en til að mynda verður rafhlaða EVX rafbílsins með 10 ára og milljón kílómetra ábyrgð. SsangYong eigendur munu áfram geta sótt þjónustu hjá Bílabúð Benna.

„Þetta var mikill fengur þegar KG Group festi kaup á SsangYong. Við hjá Bílabúð Benna erum spennt fyrir framhaldinu og hlökkum til að bjóða Íslendingum áfram vel útbúna jeppa og jepplinga á frábærum kjörum og kynna nýja og spennandi rafbíla frá KGM," segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.

Sýningin fer fram á laugardag í sýningarsal KGM á Krókhálsi 9. Léttar veitingar verða í boði og allir sem reynsluaka bíl frá KGM og skrá sig á póstlistann fara í lukkupott og geta unnið dekkjaumgang frá Nesdekk að andvirði allt að 200.000 kr.