Sumarið er handan við hornið og fólk eflaust farið að huga að útilegum. Viðskiptablaðið kannaði verðið á vönduðustu tjöldunum á markaðnum í dag.
„Tigris 600, sex manna tjaldið kostar 112.995," segir Halldóra Blöndal verslunarstjóri í Everest. Hún segir tjaldið mjög vinsælt:„Þetta er fjölskyldutjald og er í kringum 20 kíló, mjög öflugt og stöðugt tjald. Tjaldið er skoskt og hannað fyrir skoskar aðstæður sem eru mjög líkar aðstæðunum hér á Íslandi. Tjöldin eru alltaf jafn vinsæl og ef eitthvað er þá er aukning á sölu á tjöldum,“ segir Halldóra.
Í Útilíf í Glæsibæ er sendingin fyrir sumarið ókomin: „Dýrasta fjölskyldutjaldið í fyrra kostaði 130 þúsund krónur. Tjaldið er 6 manna frá HighPeak. Tjaldið er nánast eins og sumarbústaður það er svo stórt. Við seljum alltaf allt upp sem við pöntum og fáum sendinguna fyrir sumarið núna upp úr miðjum maí,“ segir Örn Hjálmarsson, verslunarmaður í Útilíf.