Vörubíl var ekið á sjálfkeyrandi strætisvagn í Las Vegas - fyrsta daginn sem strætóinn var í akstri. Í frétt á vef BBC segir að fjöldi farþega hafi verið um borð í vagninum og að áreksturinn hafi orðið á litlum hraða.

Engan sakaði við áreksturinn og hafa borgaryfirvöld gefið út að ökumaður vörubílsins hafi borið ábyrgð á óhappinu og var sektaður í kjölfarið. Strætisvagninn sjálfkeyrandi er sá fyrsti sinnar tegundar sem ekur um götur Bandaríkjanna á opnum vegnum.

Daginn áður en áreksturinn varð tilkynnti Waymo - fyrirtæki í eigu móðurfélags Google, sem sér um þróun sjálkeyrandi bíla hjá samstæðunni - að það hygðist sleppa lausum flota sjálfkeyrandi leigubíla í borginni Phoenix.

Vörubíl var ekið á sjálfkeyrandi strætisvagn í Las Vegas - fyrsta daginn sem strætóinn var í akstri. Í frétt á vef BBC segir að fjöldi farþega hafi verið um borð í vagninum og að áreksturinn hafi orðið á litlum hraða.

Engan sakaði við áreksturinn og hafa borgaryfirvöld gefið út að ökumaður vörubílsins hafi borið ábyrgð á óhappinu og var sektaður í kjölfarið. Strætisvagninn sjálfkeyrandi er sá fyrsti sinnar tegundar sem ekur um götur Bandaríkjanna á opnum vegnum.

Daginn áður en áreksturinn varð tilkynnti Waymo - fyrirtæki í eigu móðurfélags Google, sem sér um þróun sjálkeyrandi bíla hjá samstæðunni - að það hygðist sleppa lausum flota sjálfkeyrandi leigubíla í borginni Phoenix.