Árið 2015 stofnuðu fjórir vinir í Finnlandi handverksbrugghúsið Fat Lizard með það markmið að framleiða hágæða handverksbjór þar í landi. Brugghúsið er staðsett í Otaniemi í hjarta Espoo-hverfisins, eða í um hálftíma keyrslu frá miðborg Helsinki.

Saga brugghússins byrjaði hins vegar tveimur árum á undan þegar vinirnir hittust saman í bílskúr og fóru að prufa sig áfram með 20 lítra ker sem þeir bjuggu til sjálfir.

Árið 2015 stofnuðu fjórir vinir í Finnlandi handverksbrugghúsið Fat Lizard með það markmið að framleiða hágæða handverksbjór þar í landi. Brugghúsið er staðsett í Otaniemi í hjarta Espoo-hverfisins, eða í um hálftíma keyrslu frá miðborg Helsinki.

Saga brugghússins byrjaði hins vegar tveimur árum á undan þegar vinirnir hittust saman í bílskúr og fóru að prufa sig áfram með 20 lítra ker sem þeir bjuggu til sjálfir.

Greta Mäkinen yfirbruggari.
© Helgi Steinar (Viðskiptablaðið)

Áður en langt um leið voru vinirnir búnir að brugga sinn fyrsta bjór sem var tilbúinn til sölu, 101 California Pale Ale. Bjórinn og brugghúsið sjálft fengu mikið lof frá Finnum og hvatti það stofnendur til að gefa í og brugga enn meira. Árið 2017 fluttu þeir verksmiðjuna til Otaniemi og tuttugufölduðu framleiðslugetu sína.

Topi Kairenius, meðstofnandi Fat Lizard, tók vel á móti Viðskiptablaðinu í brugghúsi fyrirtækisins, sem er einnig bar á skólalóð Aalto-byggingafræðiháskólans en hann hefur verið starfræktur síðan í nóvember 2020.

„Við vorum fyrsta brugghúsið sem opnaði hér í Espoo í sögu bæjarins og síðan þá hafa bæst við sjö eða átta brugghús. Það eru að vísu sumir sem vilja meina að Espoo sé ekki bær, þetta er bara hverfi með þjóðgarð sem liggur við Eystrasaltið,“ segir Topi.

Nánar er fjallað um brugghúsið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.