Sýningin er hluti af HönnunarMars og er lýst sem ferðalagi fyrir bragðlaukana um íslenska náttúru, þar sem súkkulaði og afgangsefni, sem fellur til við framleiðslu, eru í aðalhlutverki. Í Samruna kanna þau í sameiningu hvernig hægt sé að nýta afgangsefni og gera þau hluta af súkkulaðiupplifuninni.

„Eftir skoðun um súkkulaðigerðina rak ég augum í huskið sem er bara skelin utan af kakóbauninni, sem fellur til þegar verið er að vinna hana til að umbreyta í súkkulaði. Mörg af mínum verkefnum snúa að því að skoða hvernig hlutir verða til og opna glugga inn í það ferli þannig að vinna með súkkulaðibaunina rýmdi vel við það.Í þessu samstarfi verður sem sagt þessari aukaafurð lyft á stall og hún gerð að parti af hringrásar súkkulaðiupplifun,“ segir Theodóra.

Sýning er opin öllum og aðgangseyrir frír en bóka þarf miða á:

https://www.dineout.is/omnom/event/honnunarmars

Viðtalið við Theodóru er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í dag.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.