Rúmlega 300 manns voru viðstaddir ársfund SFS sem fór nýverið fram í Silfurbergi í Hörpu.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims í gegnum Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR), mætti á ársfundinn ásamt dóttur sinni Rebekku Guðmundsdóttur, sem starfar sem aðstoðarmaður hans, Hjalta Ragnarssyni, regluverði ÚR, og Runólfi Viðari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra ÚR.
Ljósmynd: BIG
Deila
Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fór fram á föstudaginn í síðustu viku. Sjaldan eða aldrei hefur verið eins vel mætt á ársfund samtakanna en rúmlega 300 manns voru viðstaddir fundinn sem fór fram í Silfurbergi í Hörpu.
Yfirskrift ársfundarins var: Auður hafsins - lífskjör til framtíðar. Ólafur Marteinsson, formaður SFS, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, og fundarstjórinn Rósa Kristinsdóttir héldu erindi á fundinum. Auk þess voru tveir erlendir fyrirlesarar, þeir Marty Odlin, framkvæmdastjóri Running Tide, og Mark Ritson, vörumerkjaráðgjafi og fyrrverandi prófessor við London Business School.
Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og formaður SFS, opnaði ársfundinn. Hann hefur verið formaður samtakanna í nærri þrjú ár.
Mark Ritson, vörumerkjaráðgjafi og prófessor í markaðsmálum, hélt erindi þar sem hann svaraði spurningunni um hvort íslenski þorskurinn geti orðið næsta Gucci.