Ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience , sem líklega er þekktast fyrir að reka lúxushótelið Depla í Stífludal í Fljótum, er með Hölkná á leigu og selur veiðileyfi í hana.

Elvar Friðriksson, sem nýlega er hættur hjá Eleven Experince , hafði umsjón með veiðinni í nokkur ár og þekkir Hölkná því mæta vel.

„Það segja margir að Hölkná sé litla systir Sandár,“ segir Elvar. „Hún er aðeins minni í sniðum en þó er töluvert mikið vatnsfall. Það sem er svo geggjað við hana er hvað hún er tær. Það er mjög auðvelt að sjá laxana og þar af leiðandi þurfa veiðimenn auðvitað að fara varlega til að styggja ekki fiskinn. Hún er laxgeng um tólf kílómetra Einungis er veitt á tvær stangir í ánni sem er magnað því hún er laxgeng um tólf kílómetra. Veiðimenn í Hölkná eru því mjög mikið útaf fyrir sig og geta auðveldlega hvílt vel veiðistaði.“

Elvar segir að áin sé töluvert hröð. „Veiðimenn eru annaðhvort að veiða í gljúfrum efst eða á breiðum sem eru töluvert hraðar og renna um hóla og móa. Svo rennur hún aftur um gljúfur neðar, við þjóðveginn. Að mínu mati er þetta alveg frábær fluguveiðiá .“

Að sögn Elvars er einungis sé heimilt að veiða á flugu í Hölkná og veiðimenn verði að sleppa öllum laxi.

Á myndinni er veiðimaður að egna fyrir laxi í Geldingalækjarhyl í Hölkná.

Nánar er fjallað um laxveiðiárnar í Þistilfirði í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Veiði. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience , sem líklega er þekktast fyrir að reka lúxushótelið Depla í Stífludal í Fljótum, er með Hölkná á leigu og selur veiðileyfi í hana.

Elvar Friðriksson, sem nýlega er hættur hjá Eleven Experince , hafði umsjón með veiðinni í nokkur ár og þekkir Hölkná því mæta vel.

„Það segja margir að Hölkná sé litla systir Sandár,“ segir Elvar. „Hún er aðeins minni í sniðum en þó er töluvert mikið vatnsfall. Það sem er svo geggjað við hana er hvað hún er tær. Það er mjög auðvelt að sjá laxana og þar af leiðandi þurfa veiðimenn auðvitað að fara varlega til að styggja ekki fiskinn. Hún er laxgeng um tólf kílómetra Einungis er veitt á tvær stangir í ánni sem er magnað því hún er laxgeng um tólf kílómetra. Veiðimenn í Hölkná eru því mjög mikið útaf fyrir sig og geta auðveldlega hvílt vel veiðistaði.“

Elvar segir að áin sé töluvert hröð. „Veiðimenn eru annaðhvort að veiða í gljúfrum efst eða á breiðum sem eru töluvert hraðar og renna um hóla og móa. Svo rennur hún aftur um gljúfur neðar, við þjóðveginn. Að mínu mati er þetta alveg frábær fluguveiðiá .“

Að sögn Elvars er einungis sé heimilt að veiða á flugu í Hölkná og veiðimenn verði að sleppa öllum laxi.

Á myndinni er veiðimaður að egna fyrir laxi í Geldingalækjarhyl í Hölkná.

Nánar er fjallað um laxveiðiárnar í Þistilfirði í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Veiði. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .