Miðfjarðará í Bakkarfirði er lítil veiðiperla sem hefur verið gera sig gildandi í laxveiðinni. Dúluð var yfir þessari á um árabil en segja má að hulunni hafi verið svipt af henni þegar áin fór í almenna sölu fyrir nokkrum árum. Árin á undan hafði lokaður hópur fólks verið með hana leigu.

Miðfjarðará í Bakkarfirði er lítil veiðiperla sem hefur verið gera sig gildandi í laxveiðinni. Dúluð var yfir þessari á um árabil en segja má að hulunni hafi verið svipt af henni þegar áin fór í almenna sölu fyrir nokkrum árum. Árin á undan hafði lokaður hópur fólks verið með hana leigu.

Six Rivers hefur verið með Miðfjarðará í Bakkafirði á leigu undanfarin ár en félagið er einnig með á sínum snærum Vopnafjarðarárnar Hofsá, Selá, og Vesturdalsá, sem og Hafralónsá í Þistilfirði. Six Rivers er í dag stærsti landeigandinn við Miðfjarðará í Bakkafirði. Enski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er stærsti eigandi félagsins en sem kunnugt er keypti hann í vetur stóran hlut í enska knattspyrnuliðinu Manchester United.

Síðustu ári hefur veiðin í Miðfjarðará verið prýðileg. Sem dæmi þá veiddist 191 lax í ánni í fyrra og 227 laxar sumarið 2022. Hafa verður í huga að einungis er veitt á tvær stangir í ánni og því veiddust 96 laxar á stöng í fyrra sem þýðir að hún var í 15. sæti yfir aflahæstu ár landsins miðað við veiði á stöng.  Fyrir neðan hana á þeim lista, sem hægt er að skoða annarsstaðar í þessu blaði, eru ár eins og Þverá, Grímsá, Laxá í Leirársveit, Stóra-Laxá, Víðidalsá, Laxá í Kjós og Langá.

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers, ásamt tíkinni Vök, sem fylgir honum hvert á land sem er.
Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers, ásamt tíkinni Vök, sem fylgir honum hvert á land sem er.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Nett dragá

Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers, segir að félagið hafi tekið ána á leigu árið 2015. Miðfjarðará í Bakkafirði sé  tiltölulega nett dragá með tæplega 40 merktum veiðistöðum.

„Þó Miðfjarðará sé ekkert í líkingu við Hafralónsá eða Selá þá er hún ekki lítil," segir Gísli. „Hún er að öllum líkindum aðeins vatnsmeiri en til dæmis Elliðaárnar, sem margir þekkja. Miðfjarðará er svolítið öðruvísi en aðrar ár á þessu svæði getur alveg verið skemmtilega vatnsmikil.

Skammt fyrir ofan ármót Litlu-Kverkár opnast stórbrotið gil, þar sem hinn dramatíski Fálkafoss er. Í ánni er feiknasterkur náttúrulegur laxastofn og hlutfall stórlaxa hátt, líkt og víða á þessu landsvæði. Það hefur verið gengið afar vel um ána í gegnum árin og sáralítið verið átt við hana.“

Eitt holl óselt

Að sögn Gísla er Miðfjarðará í Bakkafirði afskekkt og segir hann að veiðimenn kunni vel að meta það, ekki síst erlendir veiðimenn. Langstærsti kúnnahópurinn séu samt Íslendingar. Veiðimenn komi aftur og aftur í ána, sem segi sína sögu um kosti hennar.

Gísli segir að veiðileyfin kosti frá 100 upp í 200 þúsund stangardagurinn. Líkt og í öðrum ám á þessu landsvæði sé besti veiðitíminn almennt frá miðjum júlí og fram í fyrstu vikuna í ágúst.

„Það er mjög sterkur kjarni veiðimanna sem sækir í Miðfjarðará. Áin er mjög vel seld og nánast alltaf uppseld. Við eigum einungis eitt þriggja daga holl eftir óselt í sumar en við seljum eingöngu þriggja daga holl því það nenna fáir að fara alla þessa leið fyrir tveggja daga veiði — það er okkar reynsla."

Áin rennur um gil, grasbakka og eyrar en á myndinni má sá veiðimann, sem nýbúinn er að  landa laxi og félaga hans festa minninguna á filmu.
Áin rennur um gil, grasbakka og eyrar en á myndinni má sá veiðimann, sem nýbúinn er að  landa laxi og félaga hans festa minninguna á filmu.
© Einar Falur (Einar Falur)

„Það er í rauninni alveg geggjað að vara þarna við veiðar. Veiðimenn geta haft þetta eins og þeir vilja og þurfa ekki að vera einhverju stressi með skiptingar. Það er hægt að ganga að mörgum stöðum frá veiðihúsinu nýja og aðgengi almennt mjög gott að veiðistöðum. Líkt og í öllum ám Six Rivers ber veiðimönnum að sleppa öllum laxi í Miðfjarðará og á svæðinu er alltaf einn leiðsögumaður, sem gistir í gamla veiðihúsinu. Það er ekki síst öryggismál eða vera með vanann leiðsögumann á svæðinu.“

Viðtalið birtist í blaðinu Veiði sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið það í heild hér.