Íbúð, búin öllum hugsanlegum lúxus, er nú til sölu í London. Þetta er íbúð fyrir fólk sem vill útsýni og kann að meta svalir en einar sex svalir eru í íbúðinni og að sjálfsögðu er þakgarður.
Það þarf ekki að fara langt til að hafa það flott í íbúðinni því að í henni er líkamsræktarherbergi og snyrtistofa. Stofurnar eru fimm og eldhúsin tvö. Í aðalsvefnberginu eru tvö baðherbergi og tvö fataherbergi. Fimm önnur svefnherbergi eru í íbúðinni fyrir börn eða gesti.
Íbúðin er 929 fermetrar og beðið er um tilboð í eignina. Nánari upplýsingar má finna hér .