Listakonurnar Sigrún Lára Shanko og Þóra Björk Schram hafa báðar starfað til margra ára í text- ílmyndlistargerð en nýverið söðlað um og færa nú myndlistina í teppi. Þær nálgast íslenska landslagið í teppunum hvor á sinn sérstaka hátt og halda þannig séreinkennum sínum sem listamenn.
Teppin hafa vakið mikla athygli bæði hérlendis sem og erlendis og hafa þær tekið þátt í mörgum hönnunarsýningum.Þóra Björk var valin inná 100% Design í London sem verður í haust, sem Sigrún tók þátt í fyrir tveimur árum. Á sýningunni koma fram hundruðir hönnuða og um 30 þúsund gestir. Sigrún var einnig valin inná Florence Design Week sem lauk nú um mánaðarmótin maí/júní. Sigrún og Þóra Björk segja verkin eins og börnin sín og eiga oft erfitt með að sleppa þeim frá sér.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .