Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi segir að vænlegasta leiðin til að halda streitu og heilsukvillum í skefjum sé með varanlegri lífsstílsbreytingu. Júlía hefur sett saman námskeiðið Nýtt líf og Ný þú sem hefst í októberbyrjun en um er að ræða fjögurra mánaða námskeið sem hjálpar fólki að breyta lífsstíl sínum til batnaðar og takast á við streitu. Hún segir að þrátt fyrir að streita hafi áhrif á bæði kynin hafa rannsóknir sýnt fram á að það sé talverður munur á áhrifunum sem streita hefur á heilsu kvenna og karla. Karlmenn séu til dæmis yfirleitt ólíklegri til þess að sjá streitu sem ógn gagnvart líkamlegri og andlegri heilsu.
Streita mikil ógn við heilsuna
„Konur eru næmari fyrir áhrifum streitu, ekki eingöngu hvað varðar andlega heilsu þeirra heldur einnig líkamlega heilsu þeirra. Langvarandi streita getur því verið mikil ógn við heilsu kvenna og aukið hættuna á að þær brenni upp í starfi.“ Samkvæmt niðurstöðum um hlutfall streitu í Svíþjóð síðustu ár má sjá að fleiri konur hafa þurft að taka vinnutengt leyfi vegna langvarandi streitu. „Bent hefur verið á það í umræðunni í Svíþjóð að streita segi til um það að einstaklingurinn ráði ekki við að finna jafnvægi í tilveru sinni.“ Júlía segir að það sé nánast sama við hvað fólk starfar í dag eða hverjar fjölskylduaðstæðurnar eru, það sé orðið mjög algengt að fólk
keyri sig út.
Eins og að keyra á tómum tanki
„Við gleymum að setja okkur sjálf og heilsuna okkar í forgang, við förum fram úr okkur og yfirleitt er ekki gripið inn í fyrr en það er orðið of seint. Yfir árin hef ég séð hvernig streita og vanræksla getur skaðað heilsuna og í mörgum tilfellum endað með skertri starfsgetu. Langvarandi streita getur einfaldega haft skelfileg áhrif á heilsuna.“ Júlía segir það að brenna upp megi gjarnan líkja við að keyra bíl á tómum tanki. „Líkaminn mun þurfa að stoppa á einhverjum tímapunkti. Besta lausnin er jafnframt að skapa jafnvægi í dagsins amstri. Með slíku jafnvægi er jafnframt hægt að afkasta betur og bæta lífsgæði til muna.“
Fimm ráð til að minnka streitu og skapa jafnvægi
Að hlúa að þér þarf ekki að vera flókið eða tímafrekt! Það er það helsta sem Júlía ráðleggur konum á námskeiði sínu að gera:
• Gefðu þér fimm mínútur daglega Gefðu þér tíma daglega til að anda og huga að þér. Þetta getur verið stund þar þú einfaldlega stoppar í amstri dagsins og andar djúpt að þér og slakar á. Einnig má þetta vera auka tími að morgni við það að undirbúa morgunmat í stað þess að grípa eitthvað á hlaupum.
• Hreyfing Hreyfing hefur gríðarlega góð áhrif á streitulosun sem og einbeitingu og orku. Reyndu þitt besta að slökkva á símanum á meðan til að ná þannig að loka á allt óþarfa áreiti á meðan æfingin á sér stað.
• Takmarkaðu raftæki Langtíma svefnleysi getur haft slæm áhrif á heilsuna og afkastagetu. Ljósin frá raftækjum eins og símum og tölvuskjá geta truflað hvíldarhormón líkamans og góð regla að er að takmarka raftæki alveg tveimur klukkustundum fyrir háttinn. Lestu heldur góða bók og reyndu að ná sjö til átta klukkustunda svefni á hverri nóttu.
• Hittu vini Það er fátt jafn nærandi fyrir sálina eins og að eyða tíma með uppáhaldsfólkinu sínu. Þótt það sé ekki nema stutt spjall yfir kaffibolla.
• Iðkaðu þakklæti Þakklæti hefur lækningarmátt og getur snúið streitu yfir í jákvæðni. Næst þegar streita kemur upp prófaðu að horfa á það sem þú ert þakklát fyrir við kringumstæðurnar. Með þakklæti erum við jafnframt líklegri að takast betur á við vandann en áður.
Morgunverður á fimm mínútum
Þessa uppskrift grípur Júlía í þegar hún á annríka viku fyrir höndum. Sniðugt er að útbúa stóran skammt af jógúrtinu á mánudegi sem endist út vikuna.
Kókosjógúrt með jarðarberjum og banana
Bananajógúrtið n 2 dósir kókosmjólk
2 banani n 1 krukka chia fræ útbleytt (ca. 1/4 bolli chia fræ og 3/4 vatn)
8 msk. hamp fræ n 6 dropar stevia með vanillubragði Jarðarberjakrem
1 dós kókosmjólk n 1 300 gr poki frosin lífræn jarðarber (látin þiðna)
1 msk. hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
6-8 dropar stevia venjulegt eða með jarðarberjabragði
örlítið salt
Klst. áður en uppskriftin er gerð eða daginn áður:
Leggið chia fræ í bleyti og geymið í kæli eða gert 10 mín. áður.
Takið jarðarber úr frysti og látið pokann þiðna í skál í kæli.
• Setjið öll hráefni fyrir kókosjógúrtið í blandara fyrir utan chia fræ og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið við chia fræjum rétt undir lok og hrærið saman rétt svo chia fræin blandast saman við. Það er fallegast ef chia fræin fá að vera heil en ekki alveg blönduð saman. • Hellið jógúrtinu í krukkur. Ég fyllti fimm 500 g krukkur að 3/4 (krukkurnar endurnýtti ég undan kókosolíu). Skolið blandarakönnuna.
• Setjið allt í jarðarberjakremið í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Mikilvægt er að jarðarberin séu búin að þiðna fyrir bestu útkomu. Saltmagnið er ca. ein klípa og mikilvægt að hafa með fyrir endaútkomu jógúrts.
• Hellið kremi í krukkurnar og fyllið þær. Geymið í kæli og að morgni má borða með skeið eða hræra saman og drekka sem þykkt og gott jógúrt. Einnig má setja í skál og skreyta með berjum.
Sjá meira í nýjasta tölublaði Eftir vinnu: http://www.vb.is/tolublod/files/1681/