Stjörnumaðurinn Kjartan Már Kjartansson getur leyst nánast allar stöður á vellinum. Hann skoraði nýverið sitt fyrsta mark í meistaraflokki og efstu deild þegar Stjarnan tók á móti ÍBV í Garðabænum. Hann segir tilfinninguna hafa verið góða að sjá boltann í netinu.
Á veturna lærir hann í Fjölbrautarskóla Garðabæjar en á sumrin þjálfar á fótboltanámskeiðum Stjörnunar. Kjartan er samningsbundinn Stjörnunni út tímabilið 2025.
Hver er fyrsta fótboltaminningin þín?
Mitt fyrsta Norðurálsmót árið 2013.
Ertu alinn upp við mikinn fótbolta?
Nei en ég byrjaði að æfa fótbolta 5 ára og hef alltaf fengið góða hvatningu að heiman.
Hverjir eru styrkleikarnir þínir?
Kraftur og tækni.
Í hverju langar þig að bæta þig sem leikmaður og/eða einstaklingur?
Ég væri aðallega til í að bæta mig í snerpu og hraða.
Hvernig er rútínan þín á leikdegi?
Drekk nóg af vatni og tek síðan léttan göngutúr.
Hver er erfiðasti andstæðingur sem þú hefur mætt?
Lucas Bergvall, 17 ára unglingalandsliðsmaður í Svíþjóð sem leikur með Djurhårdens IF í efstu deild.
Hver er sætasti sigurinn?
Lendi nú oftast í öðru sæti en ef ég þyrfti að velja væri það örugglega þegar við unnum Lúxemborg 2 - 0 í undankeppni EM og tryggðum okkur í milliriðil fyrir EM 2023.
Hver eru markmiðin þín?
Að verða betri knattspyrnumaður.
Hver er fyrirmyndin þín?
Vinicius Jr., leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins.
Hvert er draumaliðið þitt?
Real Madrid.
Áttu skemmtilega sögu úr fótboltaferð?
Þegar Tómas Johannessen leikmaður Gróttu mætti seint á næstum hvern einasta fund í landsliðsverkefni Svíþjóð og þjálfarinn var allt annað en sáttur. Það var mjög fyndið.
Hvað gerir þú á hvíldardegi?
Fer í sund og slaka á.
Skemmtileg staðreynd um þig?
Get leyst allar stöður á vellinum nema hafsent og markmann.
Tölfræði
- Fæðingarár: 2006
- Félag: Stjarnan
- Staða: Kantmaður og miðjumaður.
- Fyrsti leikur í meistaraflokki: ÍBV – Stjarnan, 28.ágúst 2022 – 16 ára og 46 daga gamall.
- Leikir í meistaraflokki: 19
- Mörk í meistaraflokki: 1
- Landsleikir: U-17 leikir: 8 , U-16 leikir: 3
- Landsliðsmörk: U-17 mörk: 2
Tölfræði til og með 19. júní.
Viðtöl við alla knattspyrnuleikmennina má lesa í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út á föstudaginn.