Nýr Toyota Aygo X var frumsýndur um helgina en um er að ræða minnsta bílinn í Toyota fjölskyldunni.
Aygo X er svo sannarlega litríkur karakter og verður kynntur í nýjum og spennandi litum. Innblástur við hönnun litanna var sóttur í liti krydds og ávaxta og því verða chilirauðir, engiferdrapplitaðir, bláberjabláir og kardimommugrænir Aygo X áberandi í umferðinni á næstunni.
Aygo X er áberandi á götu enda setja stórir brettakantar og LED aðalljós skemmtilegan svip á bílinn. Aygo X er 3,7 metra langur og því einstaklega þægilegur í meðförum og beygjuradíusinn er sá minnsti í flokki sambærilegra bíla. Aygo X er fáanlegur í ýmsum útfærslum og kostar frá 3.090.000 kr. Öryggisbúnaðurinn Toyota Safety Sense er staðalbúnaður í öllum útfærslum.