Össur hefur valið MBS Navision hugbúnaðarlausnir frá Maritech fyrir starfsstöðvar fyrirtækisins í Norður Ameríku, en um er að ræða starfsstöðvarnar í Alisio Viejo, Califoníu, Seattle og Richmont. Stefna Össur er að allar starfstöðvar fyrirtækisins séu með MBS Navision, en Össsur hf. hefur notast við MBS Navision frá Maritech í nokkur ár. Markmiðin með innleiðingunni eru m.a. að staðla viðskiptaferla fyrirtækisins og draga úr notkun sértækra kerfa. Maritech mun annast innleiðingu og ráðgjöf í nánu samstarfi við starfsfólk Össurar segir í tilkynningu Maritech.
"Við völdum MBS Navison lausnir frá Maritech vegna þess að fyrirtækin hafa átt árangursríkt samstarf undanfarin ár og MBS Navision hefur reynst fyrirtækinu mjög vel," segir Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar. Verkefnið er mjög umfangsmikið og mun fjöldi starfsmanna frá báðum aðilum koma að verkefinu. Hið nýja upplýsingkerfi mun verða tilbúið til notkunar í upphafi næsta árs, en innleiðing er hafin.