Nýr Audi Q6 e-tron var frumsýndur hjá Heklu á dögunum. Þetta er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn frá lúxusbílaframleiðandanum Ingolstadt.

Audi Q6 e-tron kemur á nýjum undirvagni frá Audi, er fjórhjóladrifinn og með 616 kílómetra drægni. Um er að ræða kaflaskil í hönnun frá Audi og eru miklar væntingar gerðar til bílsins af hálfu framleiðandans.

Hönnun innra rýmisins er ný frá grunni. Nýir margmiðlunarskjáir en bíllinn kemur einnig með aukaskjá fyrir farþegasæti í framsæti bílsins.

Fréttin birtist fyrst í bílablaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðvikudaginn síðasta.