Nýr Mazda CX-5 AWD jeppi er á leiðinni og verður frumsýndur hér á landi um næstu helgi. Japanski bílaframleiðandinn hefur tilkynnt að útlit jeppans sé byggt á KODO hugmyndafræði Mazda sem innblásin er af hreyfingum, krafti og lipurð blettatígursins.
Nýr Mazda CX-5 AWD er búinn nýrri kynslóð af SkyActiv fjórhjóladrifi japanska bílaframleiðandans. Nýja fjórhjóladrifið er búið 27 skynjurum sem meta stöðugt ástand vegarins, veggrip og hegðun ökumanns. Skilaboð eru stöðugt send út í hjól bílsins jafnvel þó aðstæður breytist hratt. Átak og grip hvers hjóls er því ávallt eins og best verður á kosið miðað við aðstæður, sem gerir aksturseiginlega CX-5 mjög góða. Þá er veghæðin 21 cm sem er með því hæsta í þessum flokki jeppa.
Nýtt margmiðlunarkerfi var hannað í bílinn með 7" snertiskjá í mælaborði. Auk þess hefur handbremsunni verið skipt út fyrir rafmagnshandbremsu og þar sem áður var handbremsa er nú komið drykkjar- og geymsluhólf milli framsæta.
Nýi jeppinn er vel búinn öryggisbúnaði. Burðarvirki bílsins er léttara en jafnframt sterkara en áður þökk sé framþróun í þeim efnum sem notuð eru við smíði bílsins en sem dæmi má nefna er 61% af þyngd bílsins hástyrktarstál. Í jeppanum er blindapunktsaðvörun sem lætur vita ef bíll er í blinda punktinum þegar þú vilt skiptir um akrein, skynvædd LED framljós sem lýsa inn í beygjur, sjálfvirk lækkun á aðalljósum ef bíll kemur á móti og snjallhemlunarkerfi sem grípur inní ef stefnir í árekstur.
Mazda CX-5 AWD verður frumsýndur Brimborg að Bíldshöfða 8 og hjá Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5 nk. laugardag kl. 12-16.