Nýr Mazda CX-60 PHEV hefur verið kynntur til leiks og er kominn í forsölu hjá Brimborg. Mazda CX-60 er í Plug-in Hybrid útfræslu og með allt að 63 km drægni á rafmagni.
Mazda CX-60 PHEV er fjórhjóladrifinn tengiltvinnrafbíll þar sem öflug drifrafhlaða og rafmótor ásamt 2,5 lítra bensínvél skila samanlagt 327 hestöflum og 500 Nm togi. Upptakið er aðeins 5,8 sekúndur í 100 km hraða. Veghæðin er góð þar sem 17,6 cm eru undir lægsta punkt. Þetta er fínasti ferðabíll ferðabíll með 2.500 kg dráttargetu.
Mazda CX-60 PHEV er með ríkulegum staðalbúnaði og má þar nefna 20“ álfelgur, GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél, nálægðarskynjara að framan og aftan, blindapunktsaðvörun, upphitanlegt stýri, framrúðuskjá, 12,3“ margmiðlunarskjá og sjálfvirka lækkun og hækkun á aðalljósum sem þýðir sjálfvirka aðlögun að aðstæðum. Með Convenience & Sound aukabúnaðarpakkanum fylgir svo hágæða BOSE hljómkerfi með 12 hátölurum.
Kjörstillingakerfið (Driver Personalisation System) í Mazda CX-60 PHEV er nýjung sem hægt er að fá í Comfort-pakkanum fyrir Takumi og Homura búnaðarútfærslurnar. Kerfið er þríþætt og hannað í takt við þá stefnu Mazda að fullkomna sambandið á milli bíls og ökumanns.
Til að auka öryggi getur ökumaður valið sérstaka Towing stillingu, auk þess sem Kinematic Posture Control (KPG) stýringin veitir stöðugleika í beygjum og við hemlun.