Mercedes-Benz G 500 er að koma fram með takmarkað magn af G 500 Final Edition en um er að ræða sérstaka þrítugsafmælisgerð af þessum jeppa.
Fyrir 30 árum kynnti Mercedes-Benz til sögunnar G-Class með átta strokka vél; 500 GE V8, sem var fyrst framleiddur í takmörkuðu magni árið 1993 og markaði þáttaskil þegar kom að fágaðri frammistöðu á vegum jafnt sem í torfærum.
G 500 Final Edition er með V8-bensínvél sem skilar 421 hestöflum. Bílarnir fást í þremur litarafbrigðum og verða 500 bílar framleiddir í hverjum lit. Hægt er að velja á milli sanseraðrar hrafntinnusvartrar áferðar, MANUFAKTUR-lakksins „opalith white magno“ og nýja MANUFAKTUR-lakksins „olive magno“.

Final Edition er einnig með léttum 20 tommu AMG-álfelgum með 5 tvöföldum örmum, samlitar bílnum og með glansandi áferð í bland við „olive magno“-áferðina frá MANUFAKTUR. Á hinum tveimur útfærslunum eru svartar felgur með glansandi áferð. Að auki er þessi sérgerð með áletruninni „FINAL EDITION“, sem nær allt frá ytri hlífðarröndinni til varadekkshlífarinnar.
MANUFAKTUR-útlitspakkinn felur í sér hurðarhúna með upphleyptu merki sem undirstrika enn frekar vandað yfirbragð „Final Edition“. Hliðarspeglarnir varpa líka „G“-merkinu og áletruninni „STRONGER THAN TIME“ á malbikið þegar bíllinn er kyrrstæður. Gljákrómaður varadekkshringurinn og aðrir aukahlutir, sem ýmist eru samlitir bílnum eða gljákrómaðir, bera vott um einstök gæði þessarar sjaldgæfu sérgerðar. Þar að auki fá kaupendur sérstaka bílaábreiðu með áletruninni „STRONGER THAN TIME“ til að verja bílinn fyrir ryki og rispum.