Kólumbíski sóknarmaðurinn og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn, Freddy Rincon, hefur neitað ásökunum um að hafa tekið þátt í peningaþvætti fyrir æskuvin sinn sem er höfuðpaur kókaínsmyglhrings, en Interpol hefur gefið út handtökuskipun á hendur Rincon og farið fram á að hann verði framseldur til Panama, þar sem ákæran var gefin út, segir í frétt Associated Press.
Í yfirlýsingu til fjölmiðla bað Rincon um að almenningur Í Kólumbíu dæmdi hann ekki út frá þessum ásökunum og biði þess að hann fengi tækifæri á að hreinsa nafn sitt, en Rincon er nú búsettur í Sao Paulo í Brasilíu þar sem hann hefur starfað sem þjálfari. Hann gaf þó ekki til kynna hvernig hann hyggðist hrekja þessar ásakanir. Í yfirlýsingu sinni sagði Rincon að hann og Rayo-Montano hafi þekkst síðan í barnæsku og að þeir hafi hist í Brasilíu, hann sagðist þá ekki hafa haft hugmynd um tengsl hans við fíkniefnaheiminn.
Fulltrúi alríkislögreglunnar í Brasilíu segir að embættinu hafi ekki borist handtökuskipun á hendur Rincon og vísaði öllum fyrirspurnum til Interpol í Kólumbíu. Saksóknaraembættið í Panama hefur ákært Rincon fyrir að hafa tekið þátt í peningaþvætti fyrir Pablo Rayo-Montano, sem var handtekinn í Brasilíu í maí í fyrra í kjölfar alþjóðlegrar fíkniefnarannsóknar sem Bandaríska fíkniefnalögreglan (e. U.S. Drug Enforcement Administration) fór fyrir. Skömmu eftir handtöku Rayo-Montano viðurkenndi Rincon að hafa fjárfest sem samsvarar 14 milljónum króna í fiskvinnslufyrirtæki í Panama, en sagðist ekki hafa vitað um neina tengingu við eiturlyfjasmyglhring og sagði að það hafi verið versta fjárfesting lífs síns. Interpol gaf út handtökuskipunina á fimmtudaginn síðastliðinn og gerðu yfirvöld í Kólumbíu samtímis eignarnám í fimm byggingum í eigu Rincon, sem eiga að hafa verið notaðar af smyglhringnum.
Rincon skoraði 17 mörk í 84 leikjum fyrir kólumbíska landsliðið og fór fyrir liðinu í heimsmeistarakepninni árin 1990, 1994 og 1998. Stærsta augnablik hans í knattspyrnu var þegar hann jafnaði leik við Þýskaland, 1 - 1, á síðustu mínútu árið 1990, en það var eini leikurinn sem Þýskaland vann ekki á leið sinni að heimsmeistaratitlinum.
Í yfirlýsingu til fjölmiðla bað Rincon um að almenningur Í Kólumbíu dæmdi hann ekki út frá þessum ásökunum og biði þess að hann fengi tækifæri á að hreinsa nafn sitt, en Rincon er nú búsettur í Sao Paulo í Brasilíu þar sem hann hefur starfað sem þjálfari. Hann gaf þó ekki til kynna hvernig hann hyggðist hrekja þessar ásakanir. Í yfirlýsingu sinni sagði Rincon að hann og Rayo-Montano hafi þekkst síðan í barnæsku og að þeir hafi hist í Brasilíu, hann sagðist þá ekki hafa haft hugmynd um tengsl hans við fíkniefnaheiminn.
Fulltrúi alríkislögreglunnar í Brasilíu segir að embættinu hafi ekki borist handtökuskipun á hendur Rincon og vísaði öllum fyrirspurnum til Interpol í Kólumbíu. Saksóknaraembættið í Panama hefur ákært Rincon fyrir að hafa tekið þátt í peningaþvætti fyrir Pablo Rayo-Montano, sem var handtekinn í Brasilíu í maí í fyrra í kjölfar alþjóðlegrar fíkniefnarannsóknar sem Bandaríska fíkniefnalögreglan (e. U.S. Drug Enforcement Administration) fór fyrir. Skömmu eftir handtöku Rayo-Montano viðurkenndi Rincon að hafa fjárfest sem samsvarar 14 milljónum króna í fiskvinnslufyrirtæki í Panama, en sagðist ekki hafa vitað um neina tengingu við eiturlyfjasmyglhring og sagði að það hafi verið versta fjárfesting lífs síns. Interpol gaf út handtökuskipunina á fimmtudaginn síðastliðinn og gerðu yfirvöld í Kólumbíu samtímis eignarnám í fimm byggingum í eigu Rincon, sem eiga að hafa verið notaðar af smyglhringnum.
Rincon skoraði 17 mörk í 84 leikjum fyrir kólumbíska landsliðið og fór fyrir liðinu í heimsmeistarakepninni árin 1990, 1994 og 1998. Stærsta augnablik hans í knattspyrnu var þegar hann jafnaði leik við Þýskaland, 1 - 1, á síðustu mínútu árið 1990, en það var eini leikurinn sem Þýskaland vann ekki á leið sinni að heimsmeistaratitlinum.