Uppskeruhátíð Art Directors Club of Europe 2017 verður haldin í Barcelona um næstu helgi en Félag íslenskra teiknara (FÍT) er meðal fjölmargra aðildarfélaga sem taka þátt í hátíðinni sem samanstendur af fyrirlestrum, vinnustofum og verðlaunahátíð. Meðal fyrirlesara er Steve Vranakis sem starfar sem hönnunarstjóri Google Creative Lab.
Vinnustofa Gagarín ber yfirskriftina Viðbótarveruleiki (Augmenting Reality) þar sem þátttakendur kanna mörkin á milli hins raunverulega og stafræna útfrá miðlun í almannarými en þema hátíðarinnar í ár er skapandi tækni. Kristín Eva Ólafsdóttir hönnunarstjóri, Samúel Jónasson tæknistjóri og Nils Wiberg gagnvirknihönnuður munu leiða vinnustofuna. „ Þetta er mikill heiður og góð kynning þar sem við munum gera okkar besta í að taka "Mad Men" Evrópu í læri."
Meðal sýninga sem Gagarín hefur komið að hér á landi eru LAVA eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli, gestastofa Landsvirkunnar í Ljósafossstöð og gagvirkar lausnir í jöklasýningu Perlunnar en fyrirtækið vinnur nú að hönnun og framleiðslu nýrrar sýningar á Þingvöllum ásamt Glámakím arkitektum sem áætluð er að opni næsta sumar.