Nýverið var Toyota Yaris í Hybrid útgáfu kynntur en fyrir á markaði smábíla með Hybrid tækni er Honda Jazz sem er útbúinn sömu IMA Hybrid tækni og er í Honda Insight og umhverfisvæna sportbílnum CR-Z. Meðaleldsneytiseyðsla Jazz Hybrid er 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og CO2 útblástur er 104g/km. Honda Jazz Hybrid er útbúinn 1,3 lítra i-VTEC bensínvél eins og Insight Hybrid, með CVT sjálfskiptingu og IMA rafmótorinn staðsettan mitt á milli.
Eins og með Insight Hybrid og Civic Hybrid verður hægt að keyra Jazz Hybrid á rafmagnsmótor eingöngu við miðlungs og hægan akstur. Í ásýnd er Jazz Hybrid örlítið frábrugðinn venjulegum Jazz, ný framljós með blárri umgjörð, bjartari afturljós, nýtt framgrill og endurhannaður stuðari.