Óhætt er að segja að um frábæra leið sé að ræða til þess að byrja allar vikur febrúar sem en eins og flestir vita er febrúar meistaramánuður. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa nýtt sér þennan mánuð ársins til þess að huga betur að heilsunni, setja sér skemmtileg markmið til þess að gera betur, læra eitthvað nýtt og verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Þau Vilborg, Tomasz og Kolbrún eru öll gríðarlega reynslu þegar kemur að fjallgöngum munu þau hvetja alla þá sem hafa áhuga á að fara í stuttar og þægilegar fjallgöngur sem bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir höfuðborgina áfram. Stefna þau á að ganga hringinn um Úlfarsfell með viðkomu á báðum toppunum. Mæting er á bílastæðinu í Úlfarsárdal kl: 18.30.


Útbúnaðarlisti:
• Hlýr fatnaður
• Mannbroddar
• Höfuðljós
• Góða skapið

Nánari upplýsingar má finna hér: Mánudagsmeistarar