Benedikt Þorri Þórarinsson hefur tekið við starfi árangursstjóra viðskiptavina (e. Customer Success Manager) hjá Unimaze en staðan er ný hjá fyrirtækinu.
Hann mun meðal annars bera ábyrgð á að þróa jákvæða upplifun viðskiptavina og standa vörð um samband Unimaze við samstarfsaðila og viðskiptavini þeirra. Benedikt mun vinna náið með þjónustu- og þróunarteymi Unimaze og sjá um að tryggja velgengni viðskiptavina með árangursdrifnum viðskiptatengslum.
Benedikt hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2019 í maí og er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en Benedikt kom til liðs við Unimaze starfaði hann hjá Origo sem tæknimaður á þjónustuborði og fyrir það í ýmsum þjónustustörfum.
„Ég er mjög spenntur að taka við þessu hlutverki og móta starfið,“ segir Benedikt.
Einar Geir Jónsson, framkvæmdarstjóri Unimaze, segir breytinguna vera hluta af stærri heild breytinga sem verða hjá fyrirtækinu á næstunni til að bæta þjónustustigið.