Flugfélagið Atlanta ehf. hefur ráðið Berglindi Ósk Gunnarsdóttur í starf fjármálastjóra félagsins. Berglind tók við starfinu fyrr í dag og tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Berglind tekur við starfinu af Geir Val Ágústssyni, sem gegnt hefur starfi fjármálastjóra frá árinu 2006. Geir Valur mun hins vegar sitja áfram í stjórn félagsins.

Áður en Berglind hóf störf sem aðalbókari hjá félaginu árið 2022, starfaði hún meðal annars hjá Kviku, Eimskip, Deloitte og KPMG.

Berglind er löggildur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.