Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur ráðið til Stellu Stoyanova, gagnasérfræðing, sem hefur alhliða fjármálaþekkingu eftir 20 ár á Wall Street. Stella var stjórnandi við sölu og viðskipti hjá nokkrum af stærstu bönkunum í New York, þar á meðal JPMorgan, Credit Suisse og RBS. Hún mun bera ábyrgð á gagnvísindum hjá Crowberry Capital

Stella bætti nýlega við sig MicroMasters gráðu í tölfræði og gagnafræði frá MIT. Áður hafði hún hlotið hæstu einkunn í hagfræði frá Smith College í Massachusetts. Hún hefur búið á Íslandi frá því í haust með fjölskyldu sinni.

Crowberry Capital hefur einnig ráðið Ingunni Eiríksdóttur í stöðu verkefnastjóra á sviði ESG mála og rekstri tengdum eignasafni sjóðsins. Inga bjó síðastliðin 20 ár í New York borg og starfaði sem fyrirsæta, fjárfestir og frumkvöðull.

Hún hefur víðtæka reynslu af almennum- og englafjárfestingum þaðan sem og á Íslandi. Inga stofnaði kvennasamtökin ALDA women í NYC ásamt ofur fyrirsætunni Ashley Graham og fleirum sem var frumkvöðlaverkefni til að breyta hefðbundnum fegurðarstöðlum innan tísku hreyfingarinnar. Inga lauk stjórnun og leiðtogaþjálfun frá IESE Í NYC 2019 og er að auki lærður heilsumarkþjálfi.

Crowberry Capital hefur jafnframt ráðið Hrafnkel Ásgeirsson sem yfirlögfræðing. Hrafnkell kemur til Crowberry frá Fossum fjárfestingarbanka þar sem hann starfaði á sviði lögfræði- og regluvörslu. Þar áður hafði Hrafnkell verið hjá LOGOS lögmannsþjónustu síðan 2017, þar sem hann starfaði meðal annars á skrifstofu stofunnar í London.

Hrafnkell er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. Hrafnkell var valinn fyndnasti háskólaneminn árið 2017 en þykir hafa orðið alvörugefnari með árunum.