Hjörvar Hermannsson hefur verið ráðinn til Rauðás Hugbúnaðar sem rekstrarstjóri Cardgames.io. Hjörvar hefur starfað í hugbúnaðargeiranum undanfarin ár og er með meistaragráðu frá Griffith University í Ástralíu. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Hjörvar hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri Smartmedia, verkefnastjóri hjá PIPAR/TBWA ásamt því að hafa komið að stofnum ýmissa fyrirtækja.
„Cardgames.io er að mínu mati eitt best geymda leyndarmál sem íslenskur forritari hefur smíðað. Einar Þór hefur byggt upp eina vinsælustu leikjasíðu heims með Cardgames.io sem yfir 400 þúsund manns spila á degi hverjum og sá árangur er aðdáunarverður. Þetta er spennandi verkefni með mikil tækifæri og ég er þakklátur fyrir traustið að fá að leiða áfram þá vegferð,” segir Hjörvar.