Hjör­var Her­manns­son hefur verið ráðinn til Rauð­ás Hug­búnaðar sem rekstrar­stjóri Car­d­ga­mes.io. Hjör­var hefur starfað í hug­búnaðar­geiranum undan­farin ár og er með meistara­gráðu frá Griffith Uni­versity í Ástralíu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hjör­var hefur einnig starfað sem fram­kvæmda­stjóri Smart­media, verk­efna­stjóri hjá PIPAR/TBWA á­samt því að hafa komið að stofnum ýmissa fyrir­tækja.

„Car­d­ga­mes.io er að mínu mati eitt best geymda leyndar­mál sem ís­lenskur for­ritari hefur smíðað. Einar Þór hefur byggt upp eina vin­sælustu leikja­síðu heims með Car­d­ga­mes.io sem yfir 400 þúsund manns spila á degi hverjum og sá árangur er að­dáunar­verður. Þetta er spennandi verk­efni með mikil tæki­færi og ég er þakk­látur fyrir traustið að fá að leiða á­fram þá veg­ferð,” segir Hjör­var.