Lilja S. Jónsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, og aðstoðarforstjórans Sigsteins Grétarssonar. Hún hóf störf 2. desember síðastliðinn. Lilja tekur við starfi Bergþóru Einarsdóttur sem vann hjá forstjóra upphaflega sem ritari. Hún hættir um áramót.
Lilja er með M.Sc. í stjórnun frá háskólanum í Surrey í Bretlandi með áherslu á markaðsmál og rannsóknir og B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, samkvæmt upplýsingum frá Marel.
Lilja starfaði síðast hjá Arion banka sem aðstoðarmaður Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar, framkvæmdastjóra fjárfestingabankasviðs Arion banka.
Helstu áhugamál Lilju eru m.a. snjóbretti, ljósmyndun, útivist og líkamsrækt.