Ný stjórn Justikal var kjörin á aðalfundi félagsins á dögunum og er stjórnin skipuð þeim Helga Hermannssyni, sem jafnframt er stjórnarformaður félagsins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Heimi Fannari Gunnlaugssyni.

Í tilkynningu segir að stjórninni sé ætlað að styrkja félagið enn frekar fyrir áframhaldandi vöxt innanlands og inn á erlenda markaði.

Helgi er framkvæmdastjóri og stofnandi Sling en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri og meðstofnandi Gangverks.

Hanna Birna er formaður og meðstofnandi Heimsþings kvenleiðtoga (Reykjavík Global Forum) og ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York. Hún er fyrrverandi þingmaður, borgarstjóri og ráðherra.

Heimir Fannar er framkvæmdastjóri Nanitor. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.

Justikal er stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt. Markmið Justikal er að gera málsmeðferðina fyrir dómstólum hraðari, þægilegri og skilvirkari.