PLAIO hefur ráðið til sín fjóra starfsmenn í hóp vöru- og hugbúnaðarþróunar og innleiðingar og ráðgjafar.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu er markmiðið með ráðningunum að styrkja enn frekar vöruframboð PLAIO til alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og mæta vaxandi eftirspurn.

Framtíðarsýn PLAIO er að vera leiðandi fyrirtæki á sviði gervigreindartækni í aðfangakeðjum lyfja- og lífvísindafyrirtækja.

Lou Xun er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Zhejiang-háskólanum. Hann starfaði áður hjá Controlant með áherslu á innleiðingu tölvukerfa og skýjalausnir og þar á undan hjá CCP Games bæði á skrifstofum fyrirtækisins í Shanghai og Reykjavík. Hjá PLAIO mun Lou bera ábyrgð á hönnun og þróun á skalanlegum tækniinnviðum og viðhalda skýjalausnum fyrirtækisins.

Úlfur Örn Björnsson er með B.Sc.-gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Controlant.

Úlfur mun bætast í hóp bakendaforritara til að þróa áfram veflausnir og bakendakerfi PLAIO með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi.

Dana Sól Tryggvadóttir er með B.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði ásamt B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Dana starfaði áður hjá Evolv sem ráðgjafi við sjálfvirknivæðingu ferla og í vörustjórnunarteymi Ölgerðarinnar.

Dana kemur inn sem tæknilegur ráðgjafi innan innleiðingarteymis PLAIO.

Joice Ozaki er með MFA-gráðu frá California Institute of the Arts og BFA-gráðu frá Virginia Commonwealth University.

Hún hefur gegnt leiðtogastöðum hjá Controlant og Trackwell og stuðlað að nýsköpun með áherslu á þarfir viðskiptavina. Joice tekur við sem vörustjóri hjá PLAIO með sérhæfingu í stafrænni stefnumótun, UX/UI hönnun og vöruþróun.

„Þessir sérfræðingar fylla mikilvæg hlutverk innan PLAIO og marka lykilskref í að styrkja okkur enn frekar. Þau koma með mikla reynslu og þekkingu sem mun styrkja okkur og gera okkur enn betur í stakk búin að þróa lausnina og skapa virði fyrir okkar viðskiptavini,” segir Manuela Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar, í tilkynningu frá PLAIO