Fjártæknifyrirtækið Meniga hefur ráðið Dheeraj (Raj) Soni sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með deginum í dag. Soni hefur víðtæka reynslu af stjórnun vaxtarfyrirtækja en hann tekur við starfinu af núverandi framkvæmdastjóra, Simon Shorthose.
„Yfirgripsmikil þekking Raj á sjálfbærum vexti í hátækni og fjártækni umhverfum fellur einstaklega vel að langtímaáætlunum Meniga um að útvíkka vöruframboð og þjónustu á komandi árum. Við hlökkum til að taka á móti Raj á sama tíma og við búum okkur undir spennandi tíma hjá Meniga,“ segir Willem Willemstein, stjórnarformaður Meniga.
Soni var síðast sem snjallsímagreiðslufyrirtækisins TPAY Mobile þar sem hann leiddi vörumiðaða vaxtastefnu. Fyrir það var hann forstjóri og yfirmaður sölu hjá snjallgreiðslu fyrirtækinu Docomo Digital.
„Ég hlakka til að leiða fyrirtækið áfram í þróun nýrra lausna til að mæta þeim nýju stafrænu áskorunum sem stærri bankar og fjármálastofnanir um allan heim standa frammi fyrir. Það er ótrúlega spennandi að ganga til liðs svo skapandi fyrirtæki á sama tíma og eftirspurnin eftir sveigjanlegum og opnum hugbúnaðarlausnum fyrir banka hefur aldrei verið meiri,“ segir Raj Soni, framkvæmdastjóri Meniga.