Sigrún Ragna Ólafsdóttir tekur við starfi forstjóra VÍS vátryggingafélags. Tilkynnt var um ráðninguna á starfsmannafundi hjá VÍS í dag. Sigrún Ragna var áður fjármálastjóri Íslandsbanka.

Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs, hefur gegnt starfi forstjóra frá því Guðmundur Örn Gunnarsson hætti störfum í maí síðastliðnum.  Í tilkynningu frá VÍS í maí kom fram að stjórn Vátryggingafélagsins hafi fallist á ósk Guðmundar Arnar um að láta af störfum. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af úttekt FME á starfsemi og viðskiptaháttum VÍS í tíð eldri stjórna frá árinu 2008.

Bætt við klukkan 16:33:

Í tilkynningu frá VÍS um ráðninguna segir:

„Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur gengið frá ráðningu Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Íslandsbanka, í starf forstjóra VÍS og Lífís.

Sigrún Ragna hóf störf hjá Íslandsbanka við stofnun hans í október 2008 er hún var ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs og tók sæti í framkvæmdastjórn. Sigrún  starfaði hjá Glitni Banka frá því síðla árs 2007 þar sem hún leiddi fjárhagssvið bankans. Hún starfaði um árabil hjá Deloitte hf. þar sem hún var meðal annars stjórnarformaður og einn eigenda. Sigrún Ragna er með víðtæka stjórnunar- og sérfræðireynslu og hefur unnið með fyrirtækjum úr flestum atvinnugreinum.  Hún mun hefja störf hjá VÍS 1. september næstkomandi.

„Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Sigrúnu Rögnu til liðs við okkur og hlökkum til samstarfsins við hana.  Hún hefur umfangsmikla reynslu á íslenskum fjármálamarkaði og mun koma inn í öflugan hóp stjórnenda félagsins"  segir Axel Gíslason, stjórnarformaður VÍS

Sigrún Ragna er 47 ára gömul, gift Eiríki Jónssyni, skrifstofustjóra hjá Endurvinnslunni hf.  og eiga þau tvo drengi.  Hún lauk cand.oecon prófi af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1987 og löggildingu sem endurskoðandi árið 1990.  Sigrún lauk MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

„Það er mér sérstök ánægja að ganga til liðs við VÍS sem er öflugt þjónustufyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi. Félagið hefur vaxið töluvert á undanförnum árum og er í dag stærsta vátryggingafélagið á íslenska markaðinum.  Ég hlakka til að takast á við nýja starfið og vinna með öflugum hópi starfsmanna og þeirri sterku liðsheild sem er til staðar hjá félaginu að því að auka veg félagsins enn frekar og þjónusta viðskiptavini VÍS eins og best verður á kosið" segir Sigrún Ragna.“

Sigrún Ragna Ólafsdóttir tekur við starfi forstjóra VÍS vátryggingafélags. Tilkynnt var um ráðninguna á starfsmannafundi hjá VÍS í dag. Sigrún Ragna var áður fjármálastjóri Íslandsbanka.

Friðrik Bragason, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs, hefur gegnt starfi forstjóra frá því Guðmundur Örn Gunnarsson hætti störfum í maí síðastliðnum.  Í tilkynningu frá VÍS í maí kom fram að stjórn Vátryggingafélagsins hafi fallist á ósk Guðmundar Arnar um að láta af störfum. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af úttekt FME á starfsemi og viðskiptaháttum VÍS í tíð eldri stjórna frá árinu 2008.

Bætt við klukkan 16:33:

Í tilkynningu frá VÍS um ráðninguna segir:

„Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur gengið frá ráðningu Sigrúnar Rögnu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Íslandsbanka, í starf forstjóra VÍS og Lífís.

Sigrún Ragna hóf störf hjá Íslandsbanka við stofnun hans í október 2008 er hún var ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs og tók sæti í framkvæmdastjórn. Sigrún  starfaði hjá Glitni Banka frá því síðla árs 2007 þar sem hún leiddi fjárhagssvið bankans. Hún starfaði um árabil hjá Deloitte hf. þar sem hún var meðal annars stjórnarformaður og einn eigenda. Sigrún Ragna er með víðtæka stjórnunar- og sérfræðireynslu og hefur unnið með fyrirtækjum úr flestum atvinnugreinum.  Hún mun hefja störf hjá VÍS 1. september næstkomandi.

„Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Sigrúnu Rögnu til liðs við okkur og hlökkum til samstarfsins við hana.  Hún hefur umfangsmikla reynslu á íslenskum fjármálamarkaði og mun koma inn í öflugan hóp stjórnenda félagsins"  segir Axel Gíslason, stjórnarformaður VÍS

Sigrún Ragna er 47 ára gömul, gift Eiríki Jónssyni, skrifstofustjóra hjá Endurvinnslunni hf.  og eiga þau tvo drengi.  Hún lauk cand.oecon prófi af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 1987 og löggildingu sem endurskoðandi árið 1990.  Sigrún lauk MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

„Það er mér sérstök ánægja að ganga til liðs við VÍS sem er öflugt þjónustufyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi. Félagið hefur vaxið töluvert á undanförnum árum og er í dag stærsta vátryggingafélagið á íslenska markaðinum.  Ég hlakka til að takast á við nýja starfið og vinna með öflugum hópi starfsmanna og þeirri sterku liðsheild sem er til staðar hjá félaginu að því að auka veg félagsins enn frekar og þjónusta viðskiptavini VÍS eins og best verður á kosið" segir Sigrún Ragna.“