Þórhallur Hákonarson var ráðinn fjármálastjóri SORPU í byrjun sumars en hann starfaði áður sem sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Lyfjastofnun undanfarin 16 ár, meðal annars sem staðgengill forstjóra.

Fyrir það starfaði Þórhallur einnig við markaðsþróun hjá Össuri, sem verkefnastjóri útboða hjá Ríkiskaupum, auk þess sem hann starfaði sem fjármálastjóri Landhelgisgæslunnar.

Þórhallur Hákonarson var ráðinn fjármálastjóri SORPU í byrjun sumars en hann starfaði áður sem sviðsstjóri fjármálasviðs hjá Lyfjastofnun undanfarin 16 ár, meðal annars sem staðgengill forstjóra.

Fyrir það starfaði Þórhallur einnig við markaðsþróun hjá Össuri, sem verkefnastjóri útboða hjá Ríkiskaupum, auk þess sem hann starfaði sem fjármálastjóri Landhelgisgæslunnar.

„Ég er mjög spenntur fyrir SORPU og verkefnum fyrirtækisins. Málaefni hringrásarhagkerfisins eru ein mikilvægustu mál samtímans og munu skipta lykilmáli í sjálfbærni, umhverfisvernd auk þess sem í þeim felast gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir almenning og samfélagið allt,“ segir Þórhallur.

Þórhallur lauk viðskiptafræðinámi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2001 og M.Sc gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands árið 2012.