Mörkin lögmannsstofa hagnaðist um 126 milljónir króna á síðasta ári og nam velta félagsins 515 milljónum króna.
Eigið fé stofunnar nam 132,5 milljónum króna í lok árs 2022. Meðalfjöldi starfsmanna á árinu umreiknaður í heilsársstörf var 14,4 og námu laun og launatengd gjöld tæpum 300 milljónum króna í fyrra.
Mörkin var stofnuð árið 1975 af Gesti Jónssyni og veitir alhliða lögfræðiþjónustu og ráðgjöf. Hún er í eigu Gunnars Jónssonar, Harðar Felix Harðarsonar, Einars Þórs Sverrissonar, Gísla Guðna Hall, Geirs Gestssonar, Almars Þórs Möller og Hilmars Gunnarssonar. Stjórn félagsins hefur lagt til að á árinu 2023 verði greiddur arður að fjárhæð 124 milljónir króna.
Mörkin Lögmannsstofa ehf.
2021 |
---|
510 |
122 |
83 |
129 |