Icelandic Water Holdings, félag utan um vatnsframleiðslu á Hlíðarenda í Ölfusi undir merkjum Icelandic Glacial, tapaði rúmlega 21 milljón dala árið 2021, eða sem nemur tæplega 2,8 milljörðum króna miðað við gengi Bandaríkjadals á lokadegi þess árs.
Árið 2020 nam tap félagsins tæplega 19 milljónum dala. Rekstrartekjur námu tæplega 36 milljónum dala, eða um 4,6 milljörðum króna, og jukust um tæplega þriðjung frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu tæplega 48 milljónum dala og jukust um 22% milli ára.
Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast veffréttaútgáfu kl. 19.30 í kvöld með því að smella á Blöðin efst á forsíðu vb.is.