Öryggismiðstöð Íslands hagnaðist um 380 milljónir króna árið 2022, sem er 149 milljónum króna minni hagnaður en árið 2021.

Rekstrartekjur námu rúmlega 7,6 milljörðum og jukust 15% þrátt fyrir að stór verkefni á borð við sýnatökur vegna Covid-19 hafi hætt.

450 milljónir voru greiddar út í arð til hlutahafa árið 2022. Síðasta sumar keypti framtakssjóðurinn VEX I 45% hlut í félaginu.

Lykiltölur / Öryggismiðstöð Íslands

2022 2021
Tekjur 7.637  6.655
Eignir 2.436  2.587
Eigið fé 1.315  1.385
Afkoma 380  529
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.