Kjartan Hrafn Kjartansson segir að fyrirhugað gervigreindargagnaver í Ölfusi verði það fyrsta sinnar tegundir hérlendis. Orkusparnaðurinn sem fáist með nýrri kælitækni sé einstakur og affallsvarmi frá gagnaverinu gefi ýmsa möguleika. Kjartan Hrafn er framkvæmdastjóri AI Green Cloud, sem hyggst reisa gagnaverið.
AI Green Cloude muni styðjast við lausn frá norska félaginu AI Green Byte, sem sé leiðandi í tækniþróun á gervigreindargagnaverum og þá sérstaklega svokallaðri djúpkælingu (e. immersion cooling) á vélbúnaði.
„Með þessari kælitækni næst 45% orkusparnaður samanborið við hefðbundin loftkæld gagnaver,“ segir Kjartan. „Þessi orkusparnaður skiptir ótrúlega miklu máli enda verið að nýta náttúrauðlindarnar eins vel og mögulegt er í svona starfsemi. Það verður engin vatnssóun og gagnaverið skilur ekki eftir sig kolefnisspor. Auð auki er líftími vélbúnaðarins miklu lengri því það eru engar viftur notaðar til að kæla hann. Vegna kælitækninnar þurfum við einnig 60% færri fermetra en hefðbundin loftkæld gagnaver og það munar heldur betur um það."
„Það sem meira er er að hægt verður að endurnýta um 80% af varmanum sem myndast við að keyra stór gervigreindarlíkön. Frá gagnverinu kemur 55 gráðu heitt vatn, sem hægt verður að nýta í önnur verkefni. Mögulega verður hægt að nýta þetta heita vatn í landeldi á laxi, sem verið er að byggja upp í Ölfusi, nú eða einhver önnur verkefni, til dæmis gróðurhús, eða starfsemi sem þarf mikinn hita.“
Kjartan segir að allt þetta rými vel við þá uppbyggingu, sem sveitarfélagið Ölfus sé að fara í í tengslum við þekkingarsetrið Ölfus Cluster og grænu iðngarðana, þar sem áhersla sé lögð á sjálfbæra þróun og græna og bláa hagkerfið.
Nánar er fjallað í málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geti lesið fréttina í heild hér.