Credit Suisse hefur opinberað stærð bankaáhlaupsins sem varð til þess að stjórnvöld þurftu að grípa inn í til að vernda bankann frá falli. Hvorki meira né minna en 61,2 milljarðar franka, eða sem nemur um 9 þúsund milljörðum króna, voru teknar út úr bankanum á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Eignir í stýringu hjá eignarstýringarhluta Credit Suisse drógust til að mynda saman niður í 502,5 milljarða franka, eða um 29%, á tímabilinu samanborið við sama fjórðung árið áður.
Til að verja bankann frá falli komu stjórnvöld bankanum í hendur helsta samkeppnisaðila Credit Suisse, UBS, og er reiknað með að yfirtakan gangi endanlega í gegn fljótlega.