Sjóðastýringafyrirtækið Akta sjóðir er komið á lista yfir 20 stærstu hluthafa Arion banka. Akta fer með 21,5 milljónir að nafnverði eða um 1,42% hlut í Arion sem er ríflega 3,7 milljarðar króna að markaðsvirði.

Til samanburðar þá átti Stokkur, sjóður í stýringu Akta, um 893 milljóna króna hlut í Arion í lok síðasta árs sem samsvarar um 0,3% hlut miðað við markaðsvirði bankans í árslok 2021.

Sjóðir á vegum Akta eru einnig að finna á listum yfir 20 stærstu hluthafa Origo, Play, Skeljar fjárfestingafélags, Sýnar og VÍS.