Alfa Framtak, rekstraraðili tveggja framtakssjóða, hagnaðist um 133,6 milljónir árið 2022 samanborið við 18,6 milljónir árið áður. Félagið hyggst greiða út arð sem nemur allt að öllu óráðstöfuðu eigin fé í árslok 2022 sem var 133,7 milljónir.
Umsýsluþóknanir sem félagið innheimti jukust úr 123 milljónum í 320 milljónir á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að Alfa lauk fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóðnum Umbreytingu II. Félagið rak fyrir sjóðinn Umbreytingu I sem var settur á laggirnar árið 2018 en áskriftir að honum námu 7 milljörðum króna.
Fyrir rekstur á Umbreytingu II fær Alfa greidda árlega eignastýringarþóknun sem nemur 1,5% af samþykktum áskriftarloforðum á fjárfestingartímabili sjóðsins og að því loknu 1,5% af hreinum eignum hans á ársgrundvelli. Í tilviki Umbreytingar I er hlutfallið 1,75%.
Laun og launatengd gjöld Alfa Framtaks námu 110,8 milljónum króna árið 2022 samanborið við 57,4 milljónir árið 2021. Ársverkum fjölgaði úr 3 í 5 á milli ára.
Alfa Framtak er í 53,6% eigu framkvæmdastjórans Gunnars Páls Tryggvasonar, 26,4% eigu Árna Jóns Pálssonar og 20% eigu Markúsar Harðar Árnasonar. Árni Jón og Markús Hörður starfa sem fjárfestingarstjórar hjá Alfa.
2021 |
123 |
57 |
20 |
19 |
Fréttin birtist í Viðsiptablaði vikunnar.