Al­vot­ech hefur samning um endur­fjár­mögnun skulda við banda­ríska eigna­stýringar­fyrir­tækið Golden Tree Asset Mana­gement, sem fer fyrir hópi al­þjóð­legra stofnana­fjár­festa í fé­laginu.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu gerir lána­fyrir­greiðslan gerir Al­vot­ech kleift að draga úr fjár­magns­kostnaði, endur­fjár­magna lán sem eru með loka­gjald­daga á næsta ári og styrkja lausa­fjár­stöðu sína.

„Samningurinn er um lána­fyrir­greiðslu að fjár­hæð allt að 965 milljónum Banda­ríkja­dala. Gert er ráð fyrir að út­greiðsla verði í júlí 2024. Fyrri hluti, lán að fjár­hæð 900 milljónir Banda­ríkja­dala ber 6,5% álag á SOFR (milli­banka­vexti í dollurum), en Al­vot­ech hefur einnig rétt til að draga á 65 milljónir til við­bótar og ber sá hluti lánsins 10,5% álag á SOFR,“ segir í til­kynningunni.

Samsvarar það um 133 milljörðum króna á gengi dagsins en lánið er á fyrsta veð­rétti, til fimm ára, með loka­gjald­daga í júní 2029.

Sam­kvæmt Al­vot­ech ætlar fé­lagið að nýta lánið til þess að endur­fjár­magna úti­standandi skuldir, þar með talið þau lán sem eru með loka­gjald­daga á næsta ári.

Eftir­stöðvunum verður varið til að styrkja lausa­fjár­stöðu fé­lagsins en lán­veit­endur eru al­þjóð­legir stofnana­fjár­festar.

Samkvæmt ársuppgjöri voru heildarskuldir Alvotech um einn milljarður Bandaríkjadala í fyrra samhliða þvi að tekjur af lyfjasölu tvöfölduðust á milli ára.

„Með þessari lána­fyrir­greiðslu aukum við sveigjan­leika í fjár­mögnun og styðjum við á­ætlanir fé­lagsins um vöxt á næstu árum. Við búumst við um­tals­verðri tekju­aukningu sam­hliða markaðs­setningu á fjöl­breyttara úr­vali lyfja, öflugri sókn á al­þjóð­lega markaði og á­fram­haldandi þróun á nýjum líf­tækni­lyfja­hlið­stæðum. Endur­fjár­mögnun lána með gjald­daga á næstu misserum auð­veldar okkur að hrinda í fram­kvæmd á­ætlunum um vöxt bæði til skemmri og lengri tíma,“ sagði Joel Mor­a­les, fjár­mála­stjóri Al­vot­ech.