Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Briarwood Capital Partners LP er kominn með 1,7% hlut í Icelandair og er orðinn áttundi stærsti hluthafinn, samkvæmt uppfærðum lista yfir stærstu hluthafa flugfélagsins.
Briarwood á nú 707 milljónir hluta í Icelandair sem er 1,4 milljarðar króna að markaðsvirði. Gera má ráð fyrir að sjóðurinn hafi verið á kaupendahliðinni í stórum viðskiptum á mánudaginn síðasta.
Á heimasíðu Briarwood segir að sjóðurinn fjárfesti á ýmsum sviðum, þar á meðal í samgöngum, innviðum, flugiðnaði, framleiðslufyrirtækjum, fyrirtækjum sem sinna vöruferilsstjórnun og endurvinnslu. Jafnframt er talað um að sjóðurinn fjárfesti yfirleitt á Bandaríkjamarkaði.
Bandarísk fjárfestingarfélög með fimmtungshlut
Meðal tuttugu stærstu hluthafa Icelandair eru nú fjögur bandarísk fjárfestingarfélög sem eiga samtals 21,3% hlut í flugfélaginu.
Bain Capital varð stærsti hluthafi Icelandair í júní 2021 og fer nú með 17,2% hlut. Þá keypti Miri Capital Management nýlega 1,5% hlut í Icelandair. Auk þess er sjóðurinn SFC Foresta Master Fund L.P, í stýringu vogunarsjóðsins Stone Forest Capital, með 0,9% hlut.
Stærstu hluthafar Icelandair þann 26. jan 2023.
Í % |
17,20% |
3,55% |
3,25% |
3,01% |
2,57% |
2,27% |
1,92% |
1,72% |
1,61% |
1,56% |
1,48% |
1,27% |
1,25% |
1,13% |
1,07% |
1,02% |
0,99% |
0,92% |
0,89% |
0,89% |