Bankastjórar viðskiptabankanna eru gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hófst um níuleytið í morgun. Þetta kemur fram í frétt mbl.is
Fundurinn er lokaður en til umræðu er efnahagsmál á Reykjanesskaga en Grindvíkingar hafa verið að óska eftir greiðsluhléi á fasteignalánum sínum vegna stöðunnar sem er uppi.
Bankarnir hafa boðið Grindvíkingum upp á að frysta lánin sín en íbúar hafa verið ósáttir með það úrræði.
Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við mbl.isað nefndin óskaði eftir nærveru bankastjóranna til að ræða hvort það sé von á frekari viðbrögðum bæði fyrir heimili og fyrirtæki í Grindavík.
„Ég held að um þetta atriði séu allir sammála. Ég held að allir þurfi að koma að þessum málum, ríki, fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir. Þetta er samvinnuverkefni allra,” segir Ágúst Bjarni í samtali við mbl.