Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, krafðist þess á mánu­daginn að fá upp­lýsingar um hvort og með hvaða hætti Banka­sýslan ætlaði að bregðast við gagn­vart Lands­bankanum eftir kaupin á TM tryggingum.

Þetta kemur fram í bréfi fjár­mála­ráð­herra til Banka­sýslunnar í byrjun vikunnar sem nú hefur verið gert opin­bert.

Þór­dís segir þar að kaup Lands­bankans á tryggingar­fé­laginu sé ekki í sam­ræmi við eig­enda­stefnu ríkisins fyrir fjár­mála­fyrir­tæki en þar segir að með­ferð eignar­hluta í slíkum fyrir­tækjum skuli „miða að því að efla og styrkja sam­keppni á fjár­mála­markaði.“

„Þar segir jafn­framt að þrátt fyrir að stór hluti fjár­mála­kerfisins sé í eigu ís­lenska ríkisins sé „stefnan sú að ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki verði í fram­haldi í fjöl­breyttu, heil­brigðu og dreifðu eignar­haldi. Með dreifðu eignar­haldi er átt við að eig­enda­hópur sé fjöl­breyttur og að fjár­mála­fyrir­tæki verði skráð á hluta­bréfa­markaði,“ skrifar Þór­dís í bréfinu.

Þór­dís minnir Banka­sýsluna á að megin­hlut­verk hennar sé „að sjá um sam­skipti ríkisins við fjár­mála­fyrir­tæki sem ríkið á eignar­hluti í og tengjast eig­anda­hlut­verki þess.“

„Ekki er gert ráð fyrir að fjár­mála­fyrir­tæki og ráðu­neytið eða ráð­herra eigi bein sam­skipti vegna á­kvarðana er snúa að eignar­haldi ríkisins eða rekstri fé­laganna en líkt og fram kemur í eig­anda­stefnu kemur það „þó ekki í veg fyrir að fjár­mála­fyrir­tæki geti upp­lýst ráðu­neytið eða ráð­herra um stefnu­markandi mál,“ skrifar Þór­dís.

„Ekki til þess fallið að auka traust”

Þórdís bendir einnig á að sam­kvæmt eig­enda­stefnu skuli Banka­sýslan kynna fyrir eig­anda fyrir­ætlanir fé­lags um meiri háttar breytingar á starf­semi þess. Sömu­leiðis skuli til­kynna um annað sem er á döfinni hjá fé­lagi og rétt þykir að eig­andi sé upp­lýstur um, „ef sér­stök á­stæða þykir“.

„Það leiðir af ofan­greindu að ekki er á­sættan­legt að Lands­bankinn beri ekki við­skipti af þessum toga undir eig­endur fé­lagsins, ekki síst þann aðila sem fer með lang­stærsta eigna­hlut fé­lagsins. Í þessu ljósi er óskað eftir því að Banka­sýslan upp­lýsi ráðu­neytið um hvort málið hafi verið borið undir stofnunina eða fengið um­fjöllun í stjórn stofnunarinnar og hvað hafi komið fram á þeim fundum. Það er ekki til þess fallið að auka traust á eignar­haldi ríkisins á fjár­mála­fyrir­tækjum, hafi mál af þessum toga hafi ekki fengið um­fjöllun í stjórn Banka­sýslu ríkisins á undan­förnum mánuðum,” skrifar Þór­dís.

„Þá er þess einnig óskað að stofnunin upp­lýsi hvort og með hvaða hætti hún hyggist bregðast við gagn­vart Lands­bankanum. Loks er um­hugsunar­efni hvort koma þyrfti því á fram­færi við bankann að ríkis­sjóður á 98% hlut í fé­laginu og fer með tæp­lega 100% at­kvæða­vægi og er því skil­greint sem ríkis­fyrir­tæki skv. al­þjóð­legum við­miðum og fellur um­sýsla ríkisins með fé­laginu undir lög um opin­ber fjár­mál og lög um Banka­sýslu ríkisins. Ráðu­neytið í­trekar þá af­stöðu sína að fé­lagið sé ríkis­fyrir­tæki og heyri undir eig­anda­stefnu ríkisins fyrir fjár­mála­fyrir­tæki sem ráð­herra setur sbr. sömu lög,” skrifar Þór­dís að lokum.