Náttúruverndarsinnar á Bretlandi vilja nú leggja bann við því að sleppa blöðrum lausum í miklu magni.

Það hefur tíðkast mikið undanfarin ár að sleppa gríðarlegum fjölda af blöðrum út í loftið. Er þetta gert við hin ýmsu tækifæri svo sem til minningar um tiltekna atburði. Leiðir þetta til þess að mikið af blöðrum flækjast á haf út.

Vísindamenn telja að blöðrurnar geti skaðað lífverur sem lifa í og við sjóinn. Athuganir sýna að mikið af dýrum hafi beinlínis drepist af völdum blaðra.

Fréttasíða BBC greinir frá þessu.

Hefur þetta bitnað illa á fuglum sem hafa flækst í blöðrunum og druknað. Einnig hafa dýr reynt að éta tormeltar blöðrurnar. Tölfræðilega ku þetta ekki vera mikið vandamál en þar sem það er algerlega ónauðsynlegt að sleppa blöðrum út í loftið er alveg eins gott að sleppa því.