Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 á blaðamannafundi sem hefst kl. 16 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra verða einnig á fundinum.
Beðið hefur verið fjármálaáætluninni með eftirvæntingu en kallað hefur verið eftir því að ríkið dragi hraðar úr hallarekstri sínum, ekki síst þar sem verðbólga mælist nú 9,8%.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var ríkissjóður rekinn með 132 milljarða króna halla á síðasta ári. Fjármálaráðuneytið hafði fyrr í vetur áætlað að halli á rekstri ríkissjóðs yrði um 120 milljarðar í ár.