Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag auð­kýfingsins War­ren Buf­fett, hagnaðist um 96,2 milljarða Banda­ríkja­dali í fyrra sam­kvæmt upp­gjöri fé­lagsins. Á gengi dagsins sam­svarar það um 13.264 milljörðum ís­lenskra króna.

Mun það vera við­snúningur á milli ára en fé­lagið skilaði 22,8 milljarða dala tapi árið 2022 eftir miklar lækkanir á hluta­bréfa­markaði það árið.

Í fjár­festa­bréfi sínu um helgina segir Buf­fett, líkt og fyrri ár, að rekstrar­hagnaður fé­lagsins gefi mun betri mynd af raun­veru­legri stöðu fé­lagsins þar sem reglur um bók­halds­skil í Banda­ríkjunum krefja fé­lagið til að bók­færa hagnað og/eða tap af hluta­bréfa­eignum í heildar­af­komu.

Rekstrar­hagnaður Berks­hire árið 2023 nam 37,35 milljörðum dala í fyrra sem sam­svarar um 5.129 milljörðum ís­lenskra króna.

Handbært fé félagsins hélt áfram að aukast og nam 167,6 milljörðum dala í árslok en Buffett er sagður sitja eins og gammur á fénu á meðan hann leitar af næstu stóru fjárfestingunni sinni.

Buf­fett minntist Charli­e Mun­ger í fjár­festa­bréfinu í löngu máli en Mun­ger starfaði við hlið Buf­fett í 60 ár.

Þá greindi hann frá því að á komandi hlut­hafa­fundi í maí munu Greg Abel og Ajit Jain vera með honum á sviðinu í stað Mun­ger.

Abel og Jain leiða fjár­festinga- og tryggingar­deildir Berks­hire.