Bláa lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hof­felli 2 í Austur-Skafta­fells­sýslu af hjónunum Þrúð­mari Þrúð­mars­syni og Ingi­björgu Steins­dóttur, sem hafa rekið gisti­þjónustu og heitar laugar að Hof­felli síðast­liðinn ára­tug.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Bláa lóninu eru kaupin liður í á­formum fé­lagsins um upp­byggingu fleiri á­huga­verðra á­fanga­staða á Ís­landi.

„Mark­miðið er að móta ein­stakan stað fyrir ferða­menn, við rætur Hof­fells­jökuls og skapa segul sem styrkir Suð­austur­land sem á­fanga­stað ferða­manna,“ segir í til­kynningunni en Bláa lónið hefur nú þegar gert samning við RA­RIK um að­gang að heitu vatni til upp­byggingar á nýjum bað­stað við Hof­fells­jökul.

Bláa lónið hf. hefur fest kaup á jörðinni Hof­felli 2 í Austur-Skafta­fells­sýslu af hjónunum Þrúð­mari Þrúð­mars­syni og Ingi­björgu Steins­dóttur, sem hafa rekið gisti­þjónustu og heitar laugar að Hof­felli síðast­liðinn ára­tug.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Bláa lóninu eru kaupin liður í á­formum fé­lagsins um upp­byggingu fleiri á­huga­verðra á­fanga­staða á Ís­landi.

„Mark­miðið er að móta ein­stakan stað fyrir ferða­menn, við rætur Hof­fells­jökuls og skapa segul sem styrkir Suð­austur­land sem á­fanga­stað ferða­manna,“ segir í til­kynningunni en Bláa lónið hefur nú þegar gert samning við RA­RIK um að­gang að heitu vatni til upp­byggingar á nýjum bað­stað við Hof­fells­jökul.

„Ferða­mennskan hefur byggst upp hægt og ró­lega hjá okkur í gegnum árin. Margt ferða­fólk fer í dags­ferðir að Jökuls­ár­lóni frá Reykja­vík en fer síðan ekki lengra. Með því að fá vandaða upp­byggingu hér við Hof­fell, þá vonandi fjölgar þeim sem gista yfir nótt og fara lengra austur, því hér er ó­trú­lega margt að sjá og upp­lifa,“ segir Ingi­björg Steins­dóttir, frá­farandi ferða­þjónustu­bóndi á Hof­felli 2.

Upp­byggingin verður skammt frá Hof­fells­jökli, sem er skrið­jökull úr Vatna­jökli, með út­sýni yfir jökul­lónið sem þar er.

Í fréttatilkynningu segir að Gesta­stofa Hof­fells verður ný upp­lýsinga­mið­stöð með jökla­sýningu en þau hjónin, Þrúðmar og Ingi­björg, hafa safnað ein­stökum heimildum um Hof­fells­jökul, þróun og jarð­fræði svæðisins.

„Það er okkur afar mikil­vægt að fara vel með þau svæði sem við njótum þess heiðurs að fá að byggja upp. Við horfum á­vallt til fram­tíðar og leggjum mikið kapp á að horfa á heildar­á­hrif hverrar fram­kvæmdar, hvort sem þau á­hrif eru um­hverfis­leg, sam­fé­lags­leg, rekstrar­leg eða annað. Verk­efnum er að­eins hleypt af stokkunum að vel at­huguðu máli og þau gildi eiga við um upp­bygginguna við Hof­fells­jökul. Það er heiður að njóta trausts til að taka við svæðinu af Þrúð­mari og Ingi­björgu og við leggjum mikla á­herslu á að varð­veita það góða starf sem hjónin hafa unnið,“ segir Grímur Sæ­mund­sen, for­stjóri Bláa lónsins hf.

„Við fögnum þessum metnaðar­fullu á­formum við Hof­fell. Þétt og gott sam­tal milli Bláa lónsins hf. og sveitar­fé­lagsins hefur verið til eftir­breytni og bað­lónið sem þarna mun rísa nærri stór­brotnum skrið­jökli verður ein­stakt á heims­vísu. Ferða­þjónusta er mikil­væg lykil­stoð í at­vinnu­lífi Horna­fjarðar og við hlökkum til sam­starfsins,“ segir Sigur­jón Andrés­son, bæjar­stjóri Sveitar­fé­lagsins Horna­fjarðar.