Banda­ríski olíu­risinn Chevron er að ganga frá kaupum á öllu hluta­fé olíu­fyrir­tækinu Hess í skiptum fyrir út­gefið hluta­fjár í sam­einuðu fé­lagi að and­virði 53 milljarða dala, sem sam­svarar rúm­lega 7.300 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er Chevron að fjöl­þætta eigna­safn sitt með kaupunum en Hess á mikið af olíu­lindum í Guy­ana, Mexíkó­flóa og Suð­austur-Asíu.

Chevron er að borga 171 dali fyrir hvern hlut sem er í sam­ræmi við dagsloka­gengi Hess á föstu­daginn og fá hlut­hafar Hess 1.0250 hluti í Chevron fyrir hvern hlut.

Chevron er að greiða 10,3% yfir­verð miðað við meðal­gengi Hess síðast­liðna 20 daga.

Um er að ræða annan risa­sam­runann á olíu­markaði á stuttum tíma en ný­lega gekk olíufyrirtækið Exxon Mobil frá kaupum á Pioneer Natural Resources sem sér­hæfir sig í vökva­broti (e. fracking).

Kaup­verðið var í kringum 60 milljarða Banda­ríkja­dala sem sam­svarar rúm­lega 8200 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­runi Exxon Mobil og PNR er sá stærsti á olíu­markaði síðan Exxon og Mobil runnu saman árið 1999.

Olíu­fé­lögin hafa aldrei átt meira eigið fé en um þessar mundir og er hagnaður í hæstu hæðum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal má búast við því að fleiri kaup og sam­runar séu í vændum.