Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop tapaði 761 milljónum króna árið 2021 samanborið við 284 milljóna tap árið áður. Velta nam 318 milljónum og lækkaði um 213 milljónir milli ára, að því er kemur fram í ársreikningi.

Á sama tíma tvöfaldaðist launakostnaður á milli ára, fór úr 267 milljónum í 571 milljónir. Þá dróst eigið fé félagsins saman um 640 milljónir.

Hluthafar félagsins eru 80 í árslok 2021, þar af á breski fjárfestingarsjóðurinn Scottish Equity Partners (SEP) 37% hlut. Jón Von Tetzchner kemur þar næstur með 8,74% hlut í gegnum félagið Vivaldi Ísland.

Dohop fór í hlutafjáraukningu í mars 2022 og nam hækkunin 771,5 milljónum króna. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir verulegum tekjuvexti á árinu 2022, að því er kemur fram í skýrslu stjórnar.